Innlent

Koma sér upp eigin vatnsveitu

Borunum vegna vatnsveitu í Perluhvammi á Álfsnesi lauk um það bil sem ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði í gær.

Hjónin sem eiga lóðina og hyggjast reisa þar íbúðahús, Ingibjörg R. Þengilsdóttir og Jón Jóhann Jónsson, hafa átt í deilu við Orkuveitu Reykjavíkur vegna kaldavatnslagnar sem fyrrverandi eigandi lagði á lóðinni. Í október aftengdi Orkuveitan lögnina og í kjölfarið ákváðu hjónin að koma sér upp eigin vatnsveitu í stað þess að greiða fyrir úttekt á lögninni.

Hjónin bjuggu í litlu húsi á lóðinni þar til lokað var fyrir vatnið. „Við höfum leigt húsnæði af verkalýðsfélaginu okkar undanfarnar vikur en nú getum við flutt aftur, fegin að þetta sé að baki," segir Ingibjörg og bætir við að þau hafi núna nægt vatn til allrar neyslu og almennrar notkunar.- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×