Innlent

Kosið milli Sigrúnar og Kristjáns Vals

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigrún Óskarsdóttir og Kristján Valur Ingólfsson.
Sigrún Óskarsdóttir og Kristján Valur Ingólfsson.
Kosið verður milli sr. Sigrúnar Óskarsdóttur og sr. Kristjáns Vals Ingólfssonar í síðari umferð í vígslubiskupskjöri í Skálholti. Kosningu til embættisins lauk fimmtudaginn 28. júlí og atkvæði voru talin föstudaginn 5. ágúst. Á kjörskrá eru 149 menn og greidd voru 146 atkvæði. Kjörsókn var 98%, samkvæmt tilkynningu frá Kirkjunni.

Atkvæði féllu þannig:

Sr. Sigrún Óskarsdóttir, 39 atkvæði

Sr. Kristján Valur Ingólfsson, 37 atkvæði

Sr. Agnes M. Sigurðardóttir, 37 atkvæði

Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, 33 atkvæði




Fleiri fréttir

Sjá meira


×