Innlent

Meintur fjársvikamaður kominn í leitirnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Maðurinn sem leitað var að í New York eftir að greint var frá því í fjölmiðlum á föstudaginn að hann væri grunaður um fjárdrátt er kominn í leitirnar heilu og höldnu. Þetta hefur Vísir samkvæmt upplýsingum úr utanríkisráðuneytinu. Óskað var eftir aðstoð ráðuneytisins um helgina við að komast að því hvar maðurinn væri. Það var í gær sem það upplýst var hvar maðurinn væri niðurkominn.

Eins og fram kom á föstudaginn var maðurinn starfsmaður íhaldshóps Norðurlandaráðs á Íslandi með aðsetur á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins. Hann var leystur frá störfum vegna gruns um að hann hafi misnotað aðstöðu sína og dregið sér milljónir af reikningum ráðsins. Fréttavefur DV greindi svo frá því í gær að hann væri horfinn. Hans væri því leitað.

Það var á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins sem grunsemdir um misferli við athugun á reikningum vegna starfsemi íhaldshópsins vöknuðu og kærði skrifstofan málið til lögreglunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×