Innlent

Starfsgreinasambandið leggur fram sértilboð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ósamið er í málefnum fiskvinnslu.
Ósamið er í málefnum fiskvinnslu.
Starfsgreinasambandið lagði í dag fram tilboð að kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins. Tilboðið hljóðaði upp á samning til eins árs með 15 þúsund króna taxtahækkun frá 1. mars að telja og almenna kauphækkun upp á 4,5%. Þá er gert ráð fyrir hækkun lágmarkstekjutryggingar í 200 þúsund krónur.  Auk lagði SGS áherslu á að þar sem samkomulag hafi náðst í sérmálum undanfarnar vikur - héldi það samkomulag inn í nýjan samning.

Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, segir að eina kjaradeilan sem sé komin til sáttasemjara sé deila SGS og Samtaka atvinnulífsins. „Það var boðaður fundur í dag þannig að við lögðum fram hugmynd bara um að við værum til í að gera við þá skammtímasamning til 1. febrúar 2012,“ segir Björn í samtali við Vísi.

Starfsgreinasambandið tók þátt í samningaviðræðum Alþýðusambandsins við Samtök atvinnulífsins sem slitnaði upp úr fyrir helgi. Þegar þeim hafi verið slitið hafi enn verið ósamið í málefnum ræstingar og fiskvinnslu og lögð sé áhersla á að ná sátt í þeim málum næstu daga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×