Innlent

Kanna áhuga fólks á skiltun fyrir puttalinga

Mynd Leið ehf.
Félag íslenskra bifreiðaeigenda stendur nú fyrir könnun á vef sínum þar sem fólk er spurt um álit á því hvort rétt sé að setja upp skilti á þéttbýlis- og ferðamannastöðum fyrir einstaklinga, 18 ára og eldri, sem óska eftir bílfari.

Þar sem stutt er síðan könnun var útbúin hafa heldur fáir tekið þátt enn sem komið er, eða 169. Flestir taka vel í þetta og segja 55,4% þátttakenda „Já, endilega". Þá segja 14,2% „Alls ekki."

Ný tegund þjónustuskilta skaut upp kollinum í vor utan Bolungarvíkur og Súðavíkur, þar sem umferð fer hjá til Ísafjarðar. Fréttablaðið sagði frá þessari nýjung í apríl.

Skiltið er ætlað gangandi vegfarendum sem óska sér ferðar með bílum sem eiga leið fram hjá. Með því að standa við skiltið gefur fólk til kynna að það óski eftir fari.

Það eru samtökin Leið ehf. sem standa fyrir verkefninu.

Tilraunin er gerð meðal annars vegna þess að kostnaður við rekstur bifreiða færist sífellt í aukana og talsverður fjárhagslegur ávinningur sé að því að samnýta ferðir. Þá sé einnig mikilvægt að huga að umhverfissjónarmiðum.


Tengdar fréttir

Koma upp skilti fyrir puttalinga

Ný tegund þjónustuskilta hefur skotið upp kollinum skammt utan Bolungarvíkur og Súðavíkur, þar sem umferð fer hjá til Ísafjarðar. Skiltið er ætlað gangandi vegfarendum sem óska sér ferðar með bílum sem eiga leið fram hjá. Með því að standa við skiltið gefur fólk til kynna að það óski eftir fari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×