Innlent

Íslenskir sjóliðar á norsku seglskipi?

Ferð með skipinu frá Reykjavík til Bergen kostar rúmar 174 þúsund krónur.
Ferð með skipinu frá Reykjavík til Bergen kostar rúmar 174 þúsund krónur. Mynd/skjáskot af vefsíðu skipsins
Íslendingar geta krækt sér í vinnu um borð í stærsta þrístefnda seglskipi heims, norska seglskipinu Statsraad Lehmkuhl, sem kemur til Reykjavíkur þann 9. júlí næstkomandi. Hér er þó ekki um að ræða góða leið fyrir félitla Íslendinga að sækja sér vasapeninga og fría ferð til Noregs, því það mun kosta rúmar 174 þúsund krónur að fá pláss á skipinu.

Á vefsíðu skipsins er það skýrt tekið fram að Statsraad Lehmkuhl sé ekki farþegaskip. Þeir sem ferðast með skipinu stígi um borð sem sjóliðar í þjálfun og komi til með að taka að sér ýmis verk, allt frá því að vinna í eldhúsinu að því að stýra sjálfu skipinu. Áhöfnin sefur svo í hengirúmum undir þiljum skipsins.

Þegar fréttamaður hafði samband við bókunardeild Statsraad Lehmkuhl höfðu margar fyrirspurnir borist frá áhugasömum Íslendingum, en hingað til hefur enginn ráðið sig á skipið.

Statsraad Lehmkuhl mun liggja við Miðbakka dagana 9.-11. júlí en þaðan mun seglskipið halda til Bergen. Hægt er að kynna sér málið nánar á vefsíðu skipsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×