Innlent

Faðir og frændi neita báðir sök

Mennirnir verða leiddir fyrir dómara í dag verði framlengingar gæsluvarðhalds krafist.
Mennirnir verða leiddir fyrir dómara í dag verði framlengingar gæsluvarðhalds krafist.
Mennirnir tveir, sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna gruns um gróft kynferðislegt ofbeldi gagnvart dreng á áttunda ári sættu yfirheyrslum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í allan gærdag. Þeir neita báðir sök í málinu.

Um er að ræða föður drengsins og frænda hans, eins og fram hefur komið. Foreldrar drengsins eru skilin og hefur faðirinn haft umgengnisrétt við hann. Grunur leikur á að mennirnir hafi brotið gróflega á drengnum þegar hann dvaldi hjá föður sínum.

Lögreglan hefur meðal annars unnið að rannsókn á tölvubúnaði sem tekinn var í húsleitum hjá mönnunum. Leitin beinist að klámefni þar sem börn eru fórnarlömbin, þar á meðal drengurinn. Í gær átti enn eftir að rannsaka talsvert magn efnis sem var í tölvum mannanna.

Gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur rennur úr klukkan fjögur í dag. Vísir greindi frá því í gær að lögreglan hygðist fara fram á áframahaldandi varðhald yfir föðurnum í dag. Ekki liggur fyrir hvort óskað verði framlengingar yfir frændanum.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×