Innlent

Ólöf segir orð sín slitin úr samhengi

Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki rétt að hún hafi skipt um skoðun varðandi breytingar á kvótakerfinu. Hún segir Björn Val Gíslason, þingmann vinstri grænna missilja þau orð sem hún lét falla í viðtali við Viðskiptablaðið fyrir skömmu.

Í viðtalinu sagði Ólöf: „Ég er sjálf á því að það sé algjör óþarfi að breyta kerfinu og að það eigi að láta sjávarútveginn í friði, ekki síst á tímum þegar rekstrarumhverfið er gott eins og víða er núna í sjávarútvegi."

Björn Valur, sagði á bloggsíðu sinni, að með þessu hafi Sjálfstæðisflokkurinn sagt sig frá þeirri sátt sem var í sjónmáli um sjávarútveginn og kosið ófrið í stað breiðrar samstöðu.

Ólöf segir Björn Val rangtúlka hennar orð. Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið hluti af þeim þverpólitíska hóp sem falið var að endurskoða lög um stjórn fiskveiða. Fulltrú flokksins, Einar Kristinn Guðfinnsson, hafi stutt þá niðurstöðu sem hópurinn lagði til.

„Það sem ég átti við var að mér finnst ekki skynsamlegt að kollvarpa þessu kerfi sem hefur reynst okkur efnahagslega hagkvæmt," segir Ólöf. Það sé hægt að gera breytingar innan kerfis þó kerfinu sjálfu sé ekki umbylt.

„Sjálfstæðisflokkurinn stendur bak við niðurstöður hópsins heils hugar og á því hefur ekki orðið nein breyting. Þetta er kannski stríðni hjá Birni Val að túlka þetta svona því hann veit vel hver afstaða Sjálfstæðisflokksins er."

Hér má lesa greinina eftir Björn Val.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×