Innlent

Hollenskar fyrirsætur myndaðar í íslenskri náttúru

„Birtan hérna er töfrum líkust, landslagið er fallegt,“ segir Fred van Leer. Hollendingarnir hafa verið hér á landi við tökur á þættinum undanfarna daga, meðal annars í Silfru á Þingvöllum.
„Birtan hérna er töfrum líkust, landslagið er fallegt,“ segir Fred van Leer. Hollendingarnir hafa verið hér á landi við tökur á þættinum undanfarna daga, meðal annars í Silfru á Þingvöllum.
Íslensk náttúrufegurð verður áberandi þegar þættirnir Holland´s Next Top Model verða sýndir. Um ein milljón manna horfa á þáttinn.

Holland Holland´s Next Top Model eru raunveruleika sjónvarpsþættir í anda bandarísku þáttanna America´s Next Top Model sem á sér marga aðdáendur hér á landi. Keppendur og starfsmenn sjónvarpsþáttarins eru nú staddir hér á landi við myndatökur og upptökur um allt land, meðal annars í Silfru á Þingvöllum. „Við vorum að kafa í ísköldu vatni með stelpunum. Þær reyndu að stilla sér upp í kafi. Það var mjög skemmtilegt,“ segir Fred van Leer, þjálfari stúlknanna.

Af hverju Ísland? „Birtan hérna er töfrum líkust, landslagið er fallegt. Það er auðvitað ekki eins hlýtt og í öðrum löndum sem við höfum farið til en þetta er óvenjulegt. Stúlkurnar héldu að þær ættu að fara til heits lands og ganga í baðfötum. Rangt. Þær áttu að fara til Íslands. En þær hafa notið þess að vera hérna.“

Samtals kom um 30 manna hópur með stúlkunum og verður efnið sem tekið er hér á landi í tveimur þáttum af ellefu í seríunni en búist er við að um milljón áhorfendur muni fylgjast með þáttunum. Í dag voru stúlkurnar með tískusýningu í Hörpunni þar sem þær sýndu föt eftir íslenska hönnuðinn Steinunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×