Innlent

Yfir eitt þúsund manns hafa gefið í söfnun Rauða krossins

Mynd/AP
Yfir eitt þúsund manns hafa gefið í söfnun Rauða krossins vegna hungarsneyðar í Sómalíu með því að hringja í söfnuarsímann 904-1500. Tæplega tíu milljónir hafa safnast þannig en alls eru framlögin 6000. Með hverju símtali safnast 1500 krónur en sú upphæð gerir Rauða krossinum kleift að kaupa næringarríkan mat til að hjúkra einu barni til heilbrigðis.

Vannærð börn fylla flóttamannabúðir nærri Sómalíu, en stríðsátök og hungursneyð þjaka landið. En sem fyrr segir þá er söfnunarsími Rauða krossins 904-1500.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×