Innlent

Hundur beit tveggja ára stúlku á Selfossi

Lögreglan á Selfossi sagði í samtali við fréttastofu að venjan væri sú að ef hundar bíti börn þá séu þeir yfirleitt svæfðir.
Lögreglan á Selfossi sagði í samtali við fréttastofu að venjan væri sú að ef hundar bíti börn þá séu þeir yfirleitt svæfðir. mynd/stefán karlsson
Tveggja ára stúlka er með rispur og marbletti eftir að smáhundur réðst á hana á Selfossi í gær. Stúlkan var í umsjá frænda síns og áttu þau leið framhjá íbúð eigenda hundsins, en var hurð og opinn og hundurinn reyndist vera laus. Hann réðst á stúlkuna og beit hana þegar hún gekk framhjá íbúðinni. Hún er ekki alvarlega slösuð en hefur verið skoðuð af lækni og fengið áverkavottorð.

Lögreglan á Selfossi sagði í samtali við fréttastofu að venjan væri sú að ef hundar bíti börn þá séu þeir yfirleitt svæfðir. Ekki hefur þó verið tekin ákvörðun í þessu tilviki. Lögreglan mun ræða við dýraefirlitið og lækni á þriðjudaginn og verður þá ákvörðun væntanlega tekin í framhaldinu.

Frændi stúlkunnar er mjög óánægður með lausagöngu hunda í bænum og segir yfirvöld lítið sem ekkert hafa gert til að koma í veg fyrir hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×