Innlent

Þrír gistu sjálfviljugir hjá lögreglunni

Þrír báðu um að fá að gista hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt vegna þess að viðkomandi fundu ekki tjöldin sín.
Þrír báðu um að fá að gista hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt vegna þess að viðkomandi fundu ekki tjöldin sín. Mynd/Óskar Friðriksson
Lögreglan í Vestmannaeyjum er hæstánægð með nóttina, en hún var að sögn lögreglu með rólegasta móti miðað við fjöldann á þjóðhátíð í Eyjum. Enginn gisti fangageymslur gegn vilja sínum, en lögregla skaut hins vegar skjólshúsi yfir þrjá að þeirra eigin beiðni, þar sem þeir voru ráfandi um og höfðu týnt tjöldunum sínum.

Engin líkamsárás hefur verið kærð eftir nóttina, og heldur engin kynferðisbrot, en lögregla segist ekki hafa orðið vör við að ólyfjan væri byrlað í drykki þjóðhátíðargesta eins og gerðist á útihátíð fyrr í sumar. Fjögur minniháttar fíkniefnamál komu upp, en í öllum tilvikum var um neysluskammta að ræða, ýmist á kannabisefnum eða amfetamíni. Einn var tekinn fyrir ölvunarakstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×