Innlent

Þingverðir enn að jafna sig á nímenningamálinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglumenn gæta þinghússins. Mynd/ Valli.
Lögreglumenn gæta þinghússins. Mynd/ Valli.
Þingverðir sem voru við störf í Alþingishúsinu þegar fólk fór inn í Alþingi og veittist að þingvörðum eru enn að jafna sig á atburðunum. Níu manns voru ákærðir fyrir árás á Alþingi eftir þennan atburð. Þau voru öll sýknuð af þeirri ákærðu en fjórir voru dæmdir fyrir brot gegn valdstjórninni. Karl M Kristjánsson gagnrýndi umfjöllun fjölmiðla, þá einkum Kastljóssins, í grein í Fréttablaðinu í dag.

„Það má kannski segja að ég efast um að það hafi verið jafn hressileg og mikil umræða um eitt mál fyrir dómi en það sem hefur verið kallað nímenningamálið," sagði Karl M. Kristjánsson, starfsmannastjóri Alþingis, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir að kaflaskil hafi orðið þann 20. maí 2010 þegar Kastljósið hafi birt myndskeið frá atburðinum sem Karl segir vera áróðursmyndband fyrir annan aðilann. Starfsfólk hans sé enn að jafna sig.

„Við erum náttúrlega að tala um tiltölulega lítinn hóp þessara þingvarða og það er mjög mikilvægt að átta sig á því að þingverðir eru ekki þjálfaðir einhverjir öryggisverðir. Þetta er fólk sem á bara að taka á móti gestum. Þetta fólk var alls ekki viðbúið þessari árás," segir Karl.

Karl bendir til dæmis á að þennan dag hafi kona um miðjan aldur verið við dyrnar. Sú kona hafi orðið fyrir mesta skaðanum. „Hún hefur langt því frá bitið úr því enn þann dag í dag - bæði líkamlega og andlega held ég. Þetta hefur farið mjög illa í mitt fólk," segir Karl. Hann segir fjölmiðlaumfjöllun hafi verið mjög einhliða og gengið út á það að gera sem allra minnst úr áhrifum atburðanna á sitt fólk




Fleiri fréttir

Sjá meira


×