Innlent

Bjarni ánægður með fylgi flokksins

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins er ánægður með fylgið sem flokkurinn mælist með í nýrri könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins en þar mælist flokkurinn með 41,2 prósenta fylgi. Bjarni segir þó mesta athygli vekja hversu margir eru óákveðnir eða ríflega helmingur.

Bjarni segir greinilegt að ríkisstjórnin njóti ekki stuðnings frá fólkinu í landinu en athygli veki hve fáir gefi sig upp. Þar sé færi fyrir flokkinn að flytja sinn málstað fastar og skýrar en verið hafi.


Tengdar fréttir

Ekkert dregur úr óánægju með stjórnmálaflokkana

Óánægja almennings með hefðbundna stjórnmálaflokka virðist síst á undanhaldi ef marka má hlutfall þeirra sem afstöðu taka í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 á fylgi stjórnmálaflokkanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×