Innlent

Yfir 500 skjálftar í Krísuvík

Krísuvík. Myndin er úr safni.
Krísuvík. Myndin er úr safni.
Yfir 500 skjálftar hafa mælst á Krísuvíkursvæðinu síðan í gærmorgun, en í gærkvöldi fór að draga úr virkninni eftir stóra skjálftann síðdegis í gær.

Virkni er þó enn mikil á svæðinu að sögn Hjörleifs Sveinbjörnssonar jarðvísindamanns á Veðurstofunni.

Snarpasti skjálftinn í nótt mældist 2,5 á Richter, en lang flestir hafa þeir verið í kring um einn á Richter.

Enginn lágtíðniórói mælist á svæðinu, en hann er vísbending um kvikuhlaup, sem getur endað með eldgosi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×