Innlent

Tvær nauðganir til rannsóknar í Eyjum

Frá hátíðarsvæðinu í Herjólfsdal í gærkvöldi.
Frá hátíðarsvæðinu í Herjólfsdal í gærkvöldi. Mynd/Óskar P. Friðriksson
Tvær nauðganir hafa verið kærðar til lögreglunnar í Vestmannaeyjum eftir hátíðarhöldin um helgina.

Karlmaður situr í fangaklefa á Selfossi vegna rannsóknar þar sem hann er grunaður um að hafa nauðgað konu á hátíðarsvæðinu í Eyjum í fyrrinótt. Konan, sem er rúmlega tvítug, tilkynnti um atburðinn síðdegis í gær og gat gefið greinagóða lýsingu á manninum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Maðurinn var handtekinn í nótt á hátíðarsvæðinu og síðan fluttur á Selfoss þar sem hann er hafður í fangageymslu vegna rannsóknar á málinu.

Þá kærði 24 ára kona kynferðisbrot nú í morgun en áður hafði hún leitað til Heilbrigðistofnunar Vestmannaeyja. Atvikið hafi átt sér stað í Herjólfsdal í nótt. Hún gat ekki bent á geranda og er málið í rannsókn.




Tengdar fréttir

Leitaði til neyðarmóttöku vegna nauðgunar

Ein kona hefur leitað til bráðamóttöku Landsspítalans vegna nauðgunar um Verslunarmannahelgina. Atvikið átti sér stað í Eyjum, en samkvæmt Eyrúnu Jónsdóttur, hjúkrunarfræðingi, er von á tveimur til þremur konum til viðbótar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×