Innlent

Ægir bjargaði 58 flóttamönnum - myndir

Varðskipið Ægir bjargaði á laugardag 58 flóttamönnum sem skildir höfðu verið eftir í gilskorningi á Radoposskaga á Krít, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Í hópnum voru 30 karlmenn, 16 konur, þar af 2 ófrískar og 12 börn allt niður í ársgömul. Ægir hefur að undanförnu sinnt eftirliti fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins.

Þá er haft eftir áhöfn skipsins að ástand fólksins hafi verið nokkuð gott miðað við aðstæður. Mjög erfitt hefði verið að bjarga fólkinu með öðrum hætti og voru aðstæður orðnar erfiðar í lok aðgerðarinnar vegna versnandi sjólags. Ekki kemur fram í tilkynningunni hvaðan fólkið var að koma.

Áætlað er að varðskipið Ægir sinni eftirliti fyrir Frontex út október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×