Innlent

Sérsveitarmenn handtóku mann sem sagðist vera með byssu

Á hverju ári sendir embætti Ríkislögreglustjóra nokkra sérsveitarmenn til Eyja til að aðstoða lögreglu. Þeir fóru á vettvang í nótt. Myndin er úr safni.
Á hverju ári sendir embætti Ríkislögreglustjóra nokkra sérsveitarmenn til Eyja til að aðstoða lögreglu. Þeir fóru á vettvang í nótt. Myndin er úr safni. Mynd/GVA
Sérsveitarmenn á vegum Ríkislögreglustjóra handtóku karlmann borð í bát í höfninni í Vestmannaeyjum í nótt. Maðurinn sem er 24 ára sagðist vera með byssu og ætla að vinna sér skaða. Sérsveitarmenn sem voru að störfum í Eyjum um helgina fóru á vettvang og tryggðu nánasta umhverfi áður en þeir handtóku manninn. Engin byssa fannst um borð. Maðurinn gisti í fangageymslu í nótt. Hann hefur áður komið við sögu lögreglunnar í Vestmannaeyjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×