Innlent

Lögreglan lokaði skemmtistað í borginni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði skemmtistað á Grensásvegi um eittleytið í nótt. Inni á staðnum voru ungmenni að skemmta sér. Um 250 manns voru á staðnum og fæstir þeirra höfðu aldur til að vera inni á vínveitingastað. Ungmennin inni á staðnum voru allt niður í 16 ára að aldri. Þá voru sex einstaklingar handteknir í miðborginni í nótt með fíkniefni í fórum sínum.

Tvö innbrot voru framin í nótt annars vegar í Garðabæ þar sem brotist var inn í verslun og stolið tækjabúnaði og hinsvegar í verslun í Grafarvogi en ekki ljóst hverju var stolið þar. Fjórir voru handteknir vegna ölvunaraksturs, í einu tilvikinu hafi ökumaður ekið bifreið sinni á annað ökutæki og eru þau bæði skemmd. Einn var undir áhrifum fíkniefna við akstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×