Innlent

Flugvél Eiðs Smára snúið við eftir vandamál í lendingarbúnaði

Eiður Smári lenti í kröggum þegar flugvél sem hann var um borð í var skyndilega snúið við þegar bilun varð í lendingarbúnaði vélarinnar.
Eiður Smári lenti í kröggum þegar flugvél sem hann var um borð í var skyndilega snúið við þegar bilun varð í lendingarbúnaði vélarinnar.
Flugvél sem Eiður Smári Guðjohnsen og liðsfélagar hans í Fulham voru í þurfti að snúa skyndilega við stuttu eftir að hún var farin í loftið frá Portúgal en þar dvaldi liðið í æfingarferð í nokkra daga.

Aðvörunarljós í flugvélinni gáfu til kynna að bilun væri í lendingarbúnaði og ákváðu flugmennirnir að snúa við í öryggisskyni. Leikmennirnir þurftu að bíða á flugvellinum í nokkra klukkutíma en var svo flogið til Englands í annari flugvél og lentu þar á heilu og höldnu.

„Fólkið í flugvélinni var mjög rólegt sem betur fer því nokkrir leikmenn hjá okkur eru flughræddir,“ sagði knattspyrnustjóri Fulham, Mark Hughes, við fjölmiðla. „Vandamálið lá í lendingarbúnaðinum. Hjólin fóru niður en vildu ekki fara aftur upp. Við komumst yfir þetta en þetta var örlítið ógnvekjandi fyrir nokkra af leikmönnunum sem voru smá hræddir.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×