Innlent

Hátt í 30 manns grunaðir um að kaupa þýfi

AÓ skrifar
Einn maður er í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa stundað stórfellda sölu á þýfi. Hátt í þrjátíu einstaklingar eru grunaðir um að hafa keypt af honum flatskjái, fartölvur og önnur verðmæti sem fengust úr innbrotum.

Fyrir skömmu handtók lögreglan þjófagengi sem talið er bera ábyrgð á allt 100 innbrotum sem framin voru á höfuðborgarsvæðinu á nokkra mánaða tímabili. þrír menn úr innbrotsgenginu voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald en síðan þá hefur lögreglan reynt að hafa upp á þýfinu úr öllum þessum innbrotum.

Sú rannsókn hefur borið ágætis árangur því nýlega karlmaður handtekinn grunaðir um að hafa haft milligöngu um sölu á þýfinu. Það er að segja að hafa keypt þýfið af innbrotsþjófunum og selt það svo áfram til einstaklinga.

Maðurinn notaði netsíður á borð við er.is til að finna áhugasama kaupendur, hafði svo samband við viðkomandi og bauð þýfið til sölu.

Lögreglan hefur hátt í 30 einstaklinga grunaða um að hafa keypt þýfi á þennan hátt en af þeim hafa 15 þegar játað og mega búast við ákæru. Þetta eru munir á borð við sjónvörp, fartölvur myndavélar og fleira.

Lögreglan hefur haldlagt eitthvað af þessum munum og reynir nú að finna eigendur. Hún segir það koma á óvart hvað eftirspurn eftir þýfi virðist vera mikil á hinum almenna markaði. Lögreglan segir að um þessar mundir sé mikið um innbrot í bíla og varar hann fólk við að skilja verðmæti eftir út í bíl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×