Innlent

Hálka á Hellisheiðinni og víðar

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Það er hálka á Sandskeiði og Hellisheiði en víða hálkublettir eða snjóþekja á Suðurlandi, einkum í uppsveitum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Á Vesturlandi er snjóþekja, hálka eða hálkublettir á flestum vegum og sumstaðar snjókoma eða él.

Á Vestfjörðum er hálka, snjóþekja eða hálkublettir og einhver éljagangur. Mokstur stendur yfir.

Á Norðvesturlandi er er víðast hálka, snjóþekja og éljagangur. Mokstur stendur yfir.

Á Norðausturlandi er snjóþekja, snjókoma, skafrenningur og slæmt skyggni er á fjallvegum. Óveður er á Sandvíkurheiði.

Á Austurlandi er snjóþekja, hálka, skafrenningur og slæmt skyggni er á fjallvegum. Óveður er á Vatnsskarði eystra og Oddskarði.

Á Suðausturlandi  eru vegir auðir en óveður er í Hamarsfirði og í Berufirði.

Vegfarendur eru beðnir að hafa í huga að víða er ekki mokstur, eða önnur þjónusta á vegum, á kvöldin og nóttunni. Raunar eru sumir vegir ekki í þjónustu nema fáa daga í viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×