Innlent

Sorpbrennslu hætt í Svínafelli

Mælingar á mjólk í Svínafelli sýndu að hún stenst öll viðmið um heilnæmi. Myndin tengist ekki fréttinni beint. fréttablaðið/gva
Mælingar á mjólk í Svínafelli sýndu að hún stenst öll viðmið um heilnæmi. Myndin tengist ekki fréttinni beint. fréttablaðið/gva
Bæjarráð Hornafjarðar og rekstraraðilar sorpbrennslustöðvarinnar í Svínafelli í Öræfum hafa ákveðið að hætta starfseminni vegna umræðu um mengun sem stafar af sorpbrennslum. Flosalaug, sem hefur verið hituð með orku sem sorpbrennslan gefur, verður jafnframt lokað.

Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri á Hornafirði, segir að íbúar í sveitarfélaginu hafi haft áhyggjur af umræðunni um mengun frá sorpbrennslu síðan hún kom upp. Þegar var byrjað að ræða viðeigandi viðbrögð og lokun stöðvarinnar í Svínafelli sé niðurstaðan.

Sorpbrennslustöðin Brennu-Flosi í Svínafelli í Öræfum hefur starfað frá árinu 1993. Samhliða uppbyggingu brennsluofnsins byggði fjölskyldan í Svínafelli I sundlaugina Flosalaug sem hituð var með orku frá brennsluofninum.

Hjalti segir að missir sé af lauginni því hún hafi verið mikilvægur hlekkur í ferðaþjónustu á svæðinu. „En það er ekki hægt að líta framhjá því að það er frekar þéttbýlt í Svínafelli og þessi umræða um mengun hefur valdið okkur áhyggjum. Og fyrst við getum tekið á frekar einfaldan hátt tekið upp annað kerfi í sorphirðu og sorpeyðingu þá var þetta niðurstaðan." - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×