Innlent

Allir á vakt í Eyjafjallagosinu

gosið í hámarki Flugumferðarstjórar þurftu að hafa sig alla við þegar flug raskaðist af völdum gossins í Eyjafjallajökli.Fréttablaðið/Pjetur
gosið í hámarki Flugumferðarstjórar þurftu að hafa sig alla við þegar flug raskaðist af völdum gossins í Eyjafjallajökli.Fréttablaðið/Pjetur
Alþjóðasamtök félagasamtaka flugumferðarstjóra (IFATCA) veittu fyrir hálfum mánuði flugumferðarstjórum á Íslandi æðstu viðurkenningu fyrir framúrskarandi fagmennsku á meðan á gosinu í Eyjafjallajökli stóð í fyrra.

Viðurkenningin er veitt fyrir afrek þar sem einstaklega fagleg vinnubrögð eru viðhöfð. Dagana 6. til 11. maí í fyrra voru allir flugumferðarstjórar á vakt í Reykjavík og sáu þeir um alla flugumferð yfir Atlantshafið. Mest var álagið 11. maí, þegar 1.019 vélar fóru um flugumferðarsvæðið á einum degi. Alla jafna skipta fjórar stöðvar umferðinni á milli sín.- jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×