Innlent

Snýst ekki um geymslu á föngum

Páll Winkel
Páll Winkel
„Það er alveg með ólíkindum á hvaða plan þessi umræða er komin,“ segir Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar ríkisins, um þau tíðindi að ríkisstjórnin sé með þann möguleika uppi á borðinu að nýta eldra húsnæði í eigu ríkisins undir nýtt gæsluvarðhalds- og móttökufangelsi.

Páll segir að innanríkisráðherra sé búinn að setja sig vel inn í stöðu fangelsismála eins og hún sé í dag.

„Hann áttar sig á að þetta snýst ekki um geymslu á föngum, eins og einhverjir virðast halda, heldur um gæsluvarðhalds- og móttökufangelsi,“ segir Páll.

„Þetta snýst um öryggissjónarmið í fyrsta lagi, rannsóknarhagsmuni lögreglu í öðru lagi og síðast en ekki síst heilbrigðan og hagkvæman rekstur á fangelsi til lengri tíma, sem verður ekki leyst með neinum af þeim stöðum sem hafa verið nefndir. Það eina sem gerist þegar verið er að draga í sífellu fram einhverja nýja staði er að það tefur málið.“

Páll bendir enn fremur á að ríkið eigi lóð á Hólmsheiði sem sé komin inn á deiliskipulag. „Ef taka á einhverja aðra lóð, sama hvar hún er, þá þyrfti að fara í gegnum aðalskipulagsbreytingu, deiliskipulagsbreytingu og fleira sem tekur óratíma.“

Páll segir að fara þurfi í gegnum skipulagsbreytingar og gerbreyta eldra húsnæði til að hægt sé að nýta það sem fangelsi. „Hugmyndir af þessu tagi eru því algerlega út í hött,“ segir Páll.

- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×