Innlent

Losun skipsins verði lokið um miðja vikuna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Aðgerðarstjóri hjá norsku strandgæslunni, Johan Marius Ly, hefur efasemdir um það að hægt verði að að afferma Goðafoss alveg á næstunni. Í samtali við Aftenposten segist hann þó vita fyrir víst að björgunarlið muni gera áætlanir fyrir kvöldið um það hvernig að björguninni verði staðið.

Ólafur William Hand, talsmaður Eimskips, sagði í samtali við Vísi í dag að hann byggist við því að losun skipsins myndi hefjast á næstu tímum. Haft er eftir Ólafi í Aftenposten að líklegast verði búið að losa skipið um miðja næstu viku. Hversu hratt það taki að losa skipið fari allt eftir því hversu marga gáma skipið sem mun verða notað við björgunaraðgerðir getur tekið. Hver ferð til Fredrikstad taki einn og hálfan tíma.

Aftenposten bendir á að mikill ís sé þar sem Goðafoss strandaði. Þetta sé mikil lukka því ísinn hindri að olían nái í land. Olían þjappist líka saman í kuldanum sem geri vinnuna við hreinsun léttari. Aftur á móti geri kuldinn það líka að verkum að fuglarnir þoli síður olíuna. Aftenposten segir að nú þegar hafi fundist nokkrir olíuþaktir fuglar við ströndina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×