Innlent

Eistar halda sérstakan Íslandsdag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun heiðra Eista með nærveru sinni. Mynd/ Valli.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun heiðra Eista með nærveru sinni. Mynd/ Valli.
Sérstakur Íslandsdagur verður haldinn í Tallinn í Eistlandi sunnudaginn 21. ágúst, í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá því að Íslendingar urðu fyrstir þjóða til að viðurkenna sjálfstæði Eistlands. Forseti Íslands, utanríkisráðherra og fyrrum utanríkisráðherra taka þátt í deginum auk íslenskra tónlistarmanna, ljósmyndara, hönnuða og matreiðslumanna. Eistnesk stjórnvöld standa að deginum með stuðningi íslenska utanríkisráðuneytisins og mennta- og menningarmálaráðuneytisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×