Innlent

Krúttlegir hvolpar léku sér í snjónum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Krúttlegu hvolparnir stilltu sér upp fyrir framan myndavélina.
Krúttlegu hvolparnir stilltu sér upp fyrir framan myndavélina.
Þeir eru krúttlegir litlu hvolparnir hennar Helgu B. Hermannsdóttur kennara. Þeir tóku snjókomunni fagnandi í dag og Helga ákvað að hleypa þeim út í garð til að viðra sig. Hvolparnir, sem eru sex vikna gamlir, voru undir öruggu eftirliti mömmu sinnar á meðan þeir voru úti.

Helga á fjóra hunda, einn innfluttan hund frá Þýskalandi sem er orðinn ellefu ára, og þrjár tíkur. Öll eru þau af gerðinni labrador retriever. Fyrir sex vikum gaut svo ein tíkin nokkrum hvolpum og nú fer að styttast í að hvolparnir yfirgefi mömmu sína. Helga búin að ráðstafa þeim öllum nema tveimur svörtum tíkum. „Þeir eru nánast allir farnir. Það eru tveir eftir," segir Helga. Hún segir flesta hvolpana hafa farið á heimili þar sem hún sjálf þekkir til. „Þetta er svona mest fólk sem tengist mér á einhvern hátt," segir Helga.

Helga er nýbyrjuð á því vandasama verkefni að rækta hunda. Þetta er í annað sinn sem hundur í hennar eigu gýtur. „Ég er að byrja og ég er að reyna að vanda mig alveg rosalega mikið," segir Helga.

Í meðfylgjandi myndaalbúmi getur þú séð fleiri myndir af krúttunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×