Innlent

Tvö börn í bílnum sem ekki voru í bílbelti

Ökumaðurinn þarf að borga 40 þúsund króna sekt, hvorki hann né tvö af börnum hans voru í bílbelti. Mynd úr safni.
Ökumaðurinn þarf að borga 40 þúsund króna sekt, hvorki hann né tvö af börnum hans voru í bílbelti. Mynd úr safni.
Sjö ökumenn voru stöðvaðir í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í dag fyrir að vera ekki í bílbelti. Einn ökumaðurinn var einnig með tvö 12 til 13 ára gömul börn í bílnum sem voru ekki í belti. Hann játaði brot sitt greiðlega og þarf að greiða 40 þúsund króna sekt auk þess að fá þrjá punkta á ökuskírteinið.

Ökumenn sem ekki eru í bílbelti fá 10 þúsund króna sekt og ef ökumaður er með barn undir 15 ára aldri í bifreið sinni ber hann ábyrgð á þeim og þarf að borga 15 þúsund króna sekt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×