Innlent

Stjórn Ísavía kemur saman vegna kynferðislegrar áreitni starfsmanns

Starfsmaður Ísavía sem áreytti samstarfskonu sína kynferðislega hefur verið sendur í ótímabundið leyfi. Stjórn Ísavía mun koma saman til að fjalla um málið.

Þórólfur Árnason, stjórnarformaður Ísavía, staðfesti að stjórnin myndi koma saman þegar upplýsingar liggja fyrir. Þegar brot mannsins áttu sér stað var maðurinn yfirmaður öryggissviðs Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli. Hann hafði einnig gengt stöðu Flugvallastjóra tímabundið.

Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Ísavía, staðfesti í dag að maðurinn hefði verið sendur í frí þar til ákvörðun um áfrýjun og framhald vegna dómsins liggur fyrir.

Í dómnum var Ísavía dæmt til að greiða starfskonunni 1.7 milljónir í bætur vegna kynferðislegrar áreytni. Konan fór í vinnuferð í sumarbústað í Grímsnesi með yfirmanninum og öðrum starfsmanni til að ræða breytingar á starfi hennar. Sumarbústaðferðin endaði með skelfingu þegar yfirmaðurinn reyndi að fá konuna með sér í heitan pott og var nakin. Konan upplifði í kjölfarið einelti á vinnustað sínum, firmaðurinn fékk áminningu en þar til dómur féll í gær var hann enn við störf.

Tekið skal fram að maðurinn sem talað er um í fréttinni er ekki Björn Ingi Knútsson fyrrverandi Flugvallarstjóri sem gengdi stöðunni í níu ár eða þangað til maðurinn tók við honum og félaginu var svo breytt í Keflavíkurflugvöllur.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×