Innlent

Boða til alþjóðlegrar mótmælaviku vegna níumenninganna

Valur Grettisson skrifar
Mótmæli frá Héraðsdómi Reykjavíkur.
Mótmæli frá Héraðsdómi Reykjavíkur.

Forsvarsmenn heimasíðu samtakanna Saving Iceland hafa boðað til alþjóðlegrar samstöðuviku vegna aðalmeðferðar í máli níumenningana í Héraðsdómi Reykjavíkur, sem fer fram 18., 19. og 20. janúar næstkomandi.

Í langri tilkynningu á síðunni, sem var birt í dag, eru aðgerðarsinnar út um allan heim hvattir til þess að mótmæla með hvaða hætti sem er í ljósi þess að íslensk yfirvöld eru mjög viðkvæm fyrir neikvæðri athygli.

Á síðunni eru aðgerðarsinnar hvattir til þess að sýna samhug í þessari alþjóðlegu viku aðgerða sem hefst í dag og lýkur 16. janúar.

Ekki kemur fram með hvaða hætti fólk á sína samhug. Hægt er þó að nálgast lista yfir íslensk sendiráð á erlendri grundu í tilkynningunni. Væntanlega með það að markmiði að mótmæla fyrir framan þau.

Hér má lesa mótmælaboð Saving Iceland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×