Innlent

Umferðin gengur vel

Umferð úr bænum hefur gengið vel í dag að sögn lögreglu. Umferðarþunginn dreifir sér nú á dagana fyrir og eftir helgi en ekki einungis á föstudag og mánudag eins og áður.

„Það sem af er degi hefur þetta gengið ljómandi vel. Umferðin hefur verið að þyngjast jafnt og þétt og gengið áfallalaust hingað til," segir Kristófer Sæmundsson, varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar. „Umferðin er mjög svipuð og í fyrra sýnist mér."

Hann segir lögreglu hafa haft afskipti af ökumönnum í sumar og mikið verið í eftirvagnaeftirliti. „Almennt er fólk að standa sig ágætlega en þetta þarf að vera í lagi og það eru reglur í kringum þetta sem fólk þarf að kynna sér."

Kristófer segir fólk ekki keyra mjög hratt en mikill umferðarþungi kemur oft í veg fyrir hraðakstur. Hann hvetur fólk til að aka ekki of hratt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×