Innlent

Þriggja ára fangelsi fyrir amfetamínsmygl

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Efnin komu til landsins með Goðafossi. Mynd/ Pjetur.
Efnin komu til landsins með Goðafossi. Mynd/ Pjetur.
Benedikt Pálmason var, í Héraðsdómi Reykjaness í dag, dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa flutt inn rúmlega 3,8 kíló af amfetamíni til landsins með Goðafossi þann 13. júní síðastliðinn.

Dómurinn telur að Benedikt hafi verið svokallað burðardýr. Hann játaði fyrir dómi að hafa tekið á móti fíkniefnunum frá óþekktum aðila í Rotterdam í Hollandi þann 6. júní 2011 og flutt þau til landsins með flutningaskipinu Goðafossi. Benedikt var háseti á skipinu, Þegar skipið kom til lands setti Benedikt fíkniefnin í aftursæti bifreiðar, þar sem lögregla fann þau skömmu síðar við leit.

Benedikt var að auki dæmdur til að greiða rúmar 650 þúsund krónur í sakarkostnað. Þar með talda 445 þúsund króna þóknun skipaðs verjanda síns




Fleiri fréttir

Sjá meira


×