Innlent

Mikið rykmistur á Fáskrúðsfirði

Mynd: Óðinn Magnason.
Mynd: Óðinn Magnason.
Mikið rykmistur var á Fáskrúðsfirði í gærkvöldi og líktist það allt eins öskufalli, að sögn heimamanna.

Mistrið virtist koma ofan af hálendinu og velta heimamenn nú fyrir sér hvort þetta kunni að vera öskufok frá Eyjafjallagosinu eða sandfok úr bökkum lónsins við Kárahnjúka, en lítið vatn er í því um þessar mundir.

Að sögn Veðurstofunnar var ákveðin vestanátt á þessum slóðum í gærkvöldi og líklegt að fokið komi af svæði norðan Vatnajökuls, en þar er Kárahnjúkalónið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×