Innlent

Ný rannsókn kann að gefa sköllóttum von um lækningu

Skallamyndun er rakin til þess að stofnfrumur í höfuðleðri ná ekki að mynda hársekki þá sem rót hársins hvílir í.
Skallamyndun er rakin til þess að stofnfrumur í höfuðleðri ná ekki að mynda hársekki þá sem rót hársins hvílir í.
Ný rannsókn á eðli skallamyndunar hjá körlum ýtir undir vonir um að hægt verði að lækna skalla.

Bandaríski heilsuvefurinn MyHealthNewsDaily.com greinir frá nýrri rannsókn sem birt var fjórða þessa mánaðar í læknaritinu Journal of Clinical Investigation, en fyrir henni fór læknirinn George Cotsarelis, prófessor í húðlækningum við Pennsylvaníuháskóla í Bandaríkjunum.

Í rannsókninni er skallamyndun karla rakin til þess að stofnfrumur í höfuðleðri ná ekki að mynda hársekki þá sem rót hársins hvílir í. Dr. Cotsarelis bendir á að hársekkir í höfuðleðri sköllóttra séu samanskroppnir og örsmáir og að sérfræðingar hafi löngum talið að stofnfrumum fyrir hársekki hafi einnig fækkað í sköllóttum mönnum. Nýja rannsóknin sýni hins vegar fram á að sköllóttir hafi jafnmargar slíkar frumur og þeir sem hærðari eru. Ef hægt væri að örva stofnfrumurnar til þess að framleiða húð með hársekkjum þá mætti leysa vanda sköllóttra, er eftir lækninum haft.

„Ef hársekkja­stofnfrumurnar sjálfar væru horfnar væri lækning þeim mun erfiðari,“ segir hann í viðtali við MyHealthNewsDaily. „En þetta er ekki ómögulegt. Það vekur von um árangur,“ segir hann og vonast til þess að örva megi húð sköllóttra og virkja samanskroppna hársekkina sem þar er að finna. - óká



Fleiri fréttir

Sjá meira


×