Innlent

Hyggjast uppræta unglingadrykkju á Menningarnótt

Óvenjulegur blaðamannafundur um Menningarnótt fór fram á Hlemmi í dag, strætisvagnabiðstöðinni sem borgarstjóri kallar æskustöðvar sínar. Lögregla hyggst uppræta unglingadrykkju á Menningarnótt.

Það var ólíkt líflegra á Hlemmi í dag en flesta aðra þriðjudaga, þar sem sígaunatónlist Varsjárbandalagsins ómaði um biðsalinn og borgarfulltrúar létu snyrta skegg sitt. Þessi biðstöð strætisvagna sinnti líka nýju hlutverki sem vettvangur blaðamannafundar, þegar fulltrúar borgarstjórnar og lögreglu kynntu dagskrá menningarnætur, sem fram fer næstkomandi laugardag.

Á menningarnótt verða fleiri en 300 atriði og viðburðir á dagskrá, en þar eru aðeins talin þau atriði sem hafa tilkynnt sig til Höfuðborgarstofu. Hámarki nær hátíðin með flugeldasýningu klukkan ellefu á laugardagskvöld, sem er í boði Vodafone að þessu sinni. Þá verður Harpa einnig endanlega vígð, þegar ljósin í glerhjúpnum verða tendruð og listaverkið sést fullskapað í fyrsta sinn. Miðbærinn verður meira eða minna lokaður fyrir bílaumferð, en frítt verður í strætó yfir daginn. Lögregla hvetur fólk til að gæta þess að leggja löglega og vera með börnunum sínum þessa nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×