Innlent

Ruslakarlar brjóta hugsanlega 15 metra múrinn í vondu veðri

Ruslakarl.
Ruslakarl.
Frá og með 1. maí 2011 verða sorpílát við heimili eingöngu sótt 15 metra frá sorpbíl. Borgarbúar hafa búið sig undir þessa breytingu með því að kaupa viðbótarþjónustu og sækja um að færa sorpgerðin nær götu samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Til skoðunar er þó að Sorphirða Reykjavíkur gefi borgarbúum kost á að aðlagast þessari breytingu í maí-mánuði og til að nota tímann og leiðbeina íbúum sem enn hafa ekki brugðist við.

Aðstæður eru misjafnar í borginni, bæði eftir hverfum og einstökum húsum. Sorphirða Reykjavíkur vinnur nú að reglum til að geta brugðist við og metið aðstæður hverju sinni, til dæmis er til skoðunar að starfsmenn sæki tunnur lengra en 15 metra á dögum þegar sem veður eru vond. Farið verður yfir reglurnar á næsta fundi umhverfis- og samgönguráðs þriðjudaginn 26. apríl.

Nokkrar athugasemdir hafa verið gerðar vegna þessa nýja fyrirkomulags m.a. frá Húseigendafélaginu. Unnið verður úr þessum athugasemdum í samráði við þessa aðila samkvæmt upplýsingum frá borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×