Innlent

Konur með krabbamein kasta til bata

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Í fyrra fór hópur kvenna í veiðiferð. Þær sjást hér á mynd með leiðsögumönnum.
Í fyrra fór hópur kvenna í veiðiferð. Þær sjást hér á mynd með leiðsögumönnum.
Nokkrar konur sem lokið hafa meðferð við brjóstakrabbameini munu fara saman í tveggja daga veiðiferð í Sogið í Grímsnesi í maí. Þar munu þær fá tækifæri til að styrkja sig á líkama og sál með því að æfa flugukast í stórkostlegu umhverfi, njóta samvista við veiðifélaga með svipaða reynslu  og veiða, ef heppnin er með.

Í fréttatilkynningu frá Krabbameinsfélaginu kemur fram að vanir fluguveiðimenn muni kenna þátttakendum að kasta flugu og  verður tekið mið af líkamlegri getu þátttakenda. „Að veiða er að vona". Á staðnum verða einnig félagar úr Samhjálp kvenna, félagi til stuðnings konum sem fengið hafa brjóstakrabbamein og starfsmaður frá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. Þetta er í annað sinn sem slík ferð er farin. 

Ferðin er byggð á verkefni sem heitir „Kastað til bata“ sem er samstarfsverkefni Krabbameinsfélags Íslands, Samhjálpar kvenna og styrktaraðila þar sem konum sem lokið hafa meðferð við brjóstakrabbameini er boðið í veiðiferð.



Nánari upplýsingar um verkefnið má sjá hér.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×