Innlent

Hanna Birna hættir sem forseti borgarstjórnar - Sóley hættir líka

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hanna Birna Kristjánsdóttir er hætt sem forseti borgarstjórnar.
Hanna Birna Kristjánsdóttir er hætt sem forseti borgarstjórnar.
Hanna Birna Kristjánsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn hefur ákveðið að hætta sem forseti borgarstjórnar og Sóley Tómasdóttir hefur ákveðið að hætta sem 1. varaforseti borgarstjórnar. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu sem þær sendu frá sér í dag.

Þær segja að þegar ný borgarstjórn tók við í júní í fyrra, hafi það orðið að samkomulagi milli allra flokka að halda áfram að innleiða ný vinnubrögð og aukið samstarf í samræmi við yfirlýsingu allrar borgarstjórnar. Ekki hafi verið staðið við það samkomulag.

„Það er mat okkar að með atkvæðagreiðslunni í gærkvöldi um miklar breytingar á þjónustu við börn í skólum borgarinnar sé það fullreynt að til staðar sé nokkur raunverulegur vilji hjá meirihlutanum til að ástunda betri vinnubrögð og auka aðkomu íbúa að lykilákvörðunum," segir í sameiginlegri yfirlýsingu þeirra Hönnu Birnu og Sóleyjar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×