Innlent

Yfir 500 námsleiðir kynntar

Flestir háskólar landsins munu kynna námsleiðir sínar á Háskóladeginum í dag.fréttablaðið/gva
Flestir háskólar landsins munu kynna námsleiðir sínar á Háskóladeginum í dag.fréttablaðið/gva
Háskóladagurinn verður haldinn í dag. Kynning verður á námsframboði næsta árs í háskólum á Íslandi, í Danmörku og Svíþjóð. Kynningarnar fara fram í Ráðhúsi Reykjavíkur, Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Kynntar verða yfir 500 mismunandi námsleiðir.

„Nemendur háskólanna, kennarar og námsráðgjafar taka á móti gestum og miðla af reynslu sinni. Einnig verður kynnt margskonar þjónustustarfsemi við nemendur," segir í fréttatilkynningu um Háskóladaginn. Búist er við því að um 3.000 gestir muni skoða kynningarnar og hefur fjöldi fólks óskað eftir því að fá persónulega ráðgjöf sem boðið er upp á í dag.

Í Ráðhúsi Reykjavíkur kynna fjórir íslenskir háskólar: Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum, Landbúnaðarháskóli Íslands og Listaháskóli Íslands, námsframboð á grunn- og meistarastigi.

Á Háskólatorgi Háskóla Íslands, í Gimli og í Odda kynna allar deildir HÍ hundruð námsleiða sinna í grunnnámi. Í Háskólanum í Reykjavík verða kynntar allar deildir skólans í grunnnámi, meistaranámi og doktorsnámi. Einnig verða rannsóknir fræðimanna við HR kynntar.- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×