Innlent

Sameiningartillögur að skýrast

Líða fer að því að starfshópur um sameiningar í skólum skili tillögum sínum.Fréttablaðið/Stefán
Líða fer að því að starfshópur um sameiningar í skólum skili tillögum sínum.Fréttablaðið/Stefán
Rúmlega tuttugu tillögur til sameiningar og samreksturs í skólakerfi og frístundastarfi Reykjavíkur verða teknar fyrir í borgarráði Reykjavíkur næstkomandi fimmtudag að því er heimildir Fréttablaðsins herma.

Þessar tillögur starfshóps um hagræðingu í skólakerfi borgarinnar voru kynntar fyrir menntaráði í vikunni, en skorið hefur verið niður um helming frá þeim 54 tillögum sem voru kynntar borgarfulltrúum og skólastjórnendum í síðustu viku.

Samkvæmt heimildum blaðsins hefur fækkað verulega þeim tillögum sem kveða á um samrekstur eða sameiningu milli skólastiga. Sex tillögur voru þar að lútandi meðal þeirra 54 sem komust í hámæli en nú eru þær einungis ein eða tvær.

Mikill styr hefur staðið um fyrirhugaðar sameiningar og hafa hagsmunasamtök foreldra, kennara og leikskólakennara sett sig mjög upp á móti þeim. Meðal þess sem vekur áhyggjur er að sérstaða skóla og fagleg sjónarmið séu fyrir borð borin.

Þá hefur gagnrýni einnig beinst að því að fjárhagslegur ávinningur af hagræðingaraðgerðunum liggi ekki fyrir. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×