Innlent

Búist við miklu álagi í miðasölu

Stærsti salurinn í Hörpunni er nefndur Eldborg.
Stærsti salurinn í Hörpunni er nefndur Eldborg.
Sala á miðum í tónlistarhúsið Hörpu hefst á hádegi í dag. Í fréttatilkynningu segir að búist sé við miklu álagi og að lögð sé áhersla á jafnan aðgang allra að miðum. Miðasalan opni samtímis á netinu, í gegn um síma og í Aðalstræti 2.

„Á meðal viðburða sem selt verður inn á eru opnunartónleikar Hörpu þar sem að Vladimir Ashkenazy stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslands og tónleikar stórstjörnunnar Jonasar Kaufmann sem eru hluti af Listahátíð í Reykjavík," segir í tilkynningu og fjölmargir aðrir viðburðir boðaðir, meðal annars djasspopparinn Jamie Cullum og Mahler-veisla Sinfóníunnar og sænsku sópransöngkonunnar Camillu Tilling. Einnig spænska gleðisveitin Ojos de Brujo og tónleikar Páls Óskars og Sinfóníuhljómsveitar Íslands.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×