Innlent

Dísilolía komin yfir 230 krónur

Ekkert lát er á hækkunum á bensínverði hérlendis. Í gær hækkuðu Olís, N1 og Skeljungur verð á lítra af bensíni um fjórar krónur og verð á lítra af dísilolíu um fimm krónur. Eftir hækkanir gærdagsins kostar dísilolía 231,80 krónur hver lítri hjá þessum þremur olíufélögum.

Bensínlítrinn hjá þessum fyrirtækjum kostar nú 226,90 krónur. Þessar hækkanir voru gerðar þrátt fyrir að í gær bærust tíðindi af erlendum mörkuðum um að olíuverð hefði lækkað í kjölfar tíðinda um að olía væri áfram flutt út frá Líbíu þó að þar logi ófriðarbál.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×