Innlent

Háskóli Íslands opnar nýjan sjóðavef: Upplýst um alla styrki

Á vefnum er hægt að skoða upplýsingar um styrkveitingar.
Á vefnum er hægt að skoða upplýsingar um styrkveitingar.
Nýr sjóðavefur Háskóla Íslands hefur verið opnaður. Á vefnum, sjodir.hi.is, er að finna upplýsingar um alla sjóði og styrki sem nemendum, kennurum, vísindamönnum og starfsfólki háskólans standa til boða. Einnig er þar að finna upplýsingar um rannsóknir og verkefni sem fengið hafa styrk úr sjóðum Háskóla Íslands.

„Árið 2010 voru veittir um 300 styrkir til einstaklinga innan allra fræðasviða Háskóla Íslands og stofnana hans. Ætla má að um 70 til 80 prósent þeirrar fjárhæðar hafi runnið til stúdenta í framhaldsnámi," segir í tilkynningu.- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×