Innlent

Eyþór hafnar ásökun um hroka: Heggur sá er hlífa skyldi

Eyþór Arnalds formaður bæjarráðs Árborgar segir áheyrnarfulltrúa Framsóknarflokks sitja í skjóli sjálfstæðismanna.
Eyþór Arnalds formaður bæjarráðs Árborgar segir áheyrnarfulltrúa Framsóknarflokks sitja í skjóli sjálfstæðismanna.
Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs Árborgar, hafnar því að hafa sýnt hroka og beitt hótunum í tengslum við þverpólitíska samráðsnefnd um sorpmál í sveitarfélaginu eins og Helgi S. Haraldsson, áheyrnarfulltrúi Framsóknarflokks í bæjarráði, fullyrti um leið og hann sagði sig frá starfi samráðsnefndarinnar.

Eyþór segir Helga sitja sem áheyrnarfulltrúi í boði Sjálfstæðisflokksins enda hafi flokkurinn, sem er með meirihluta í bæjarstjórn, veitt fulltrúum allra flokka seturétt í bæjarráði. „Til þess er engin skylda og heggur því hér sá sem hlífa skyldi," segir Eyþór. „Samráð tekur einfaldlega tíma og er enginn hroki fólginn í því að benda á það." - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×