Innlent

Meint ólögleg kvótaúthlutun velkist um í ráðuneytinu

Flest bendir til að mál bræðranna Hermanns og Jóns Heiðars vegna úthlutunar byggðakvóta komi til kasta dómstóla.fréttablaðið/róbert Reynisson
Flest bendir til að mál bræðranna Hermanns og Jóns Heiðars vegna úthlutunar byggðakvóta komi til kasta dómstóla.fréttablaðið/róbert Reynisson
„Ég vil bara fá það sem mér bar á þessum tíma. Ég hefði fengið þetta, ég veit það," segir Hermann Skírnir Daðason, sem gerir út netabátinn Eið frá Ólafsfirði ásamt bróður sínum Jóni Heiðari.

Þeir telja að á þeim hafi verið brotið við úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2006/2007. Frystitogari hafi fengið 55 tonn af byggðakvóta, þvert á reglugerð sem þá var nýsett, en hún kveður á um að afla sem veiddur er samkvæmt byggðakvóta skuli landað til vinnslu í þeirri byggð sem kvótinn er bundinn við.

Í apríl 2009 lagði útgerðin fram erindi vegna málsins hjá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Ekkert svar hefur borist og kveðst Hermann orðinn úrkula vonar um að fá nokkurn tíma svar. Samskipti vegna málsins eru rakin hér til hliðar.

Stefnir nú í að málið fari fyrir dómstóla. „Það var brotið á okkur, við höfum gögn um það. Ég hefði viljað fá þessi tonn og draga þetta til baka en það er orðið of seint. Nú er ekki annað að gera en að fá lögfræðinga í málið."

bjorn@frettabladid.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×