Innlent

Gæti numið 33 milljónum

sjúkrahótelið við rauðarárstíg
Alþingi komst að þeirri niðurstöðu árið 2009 að hótelið hafði ekki tilskilin leyfi. 
fréttablaðið/vilhelm
sjúkrahótelið við rauðarárstíg Alþingi komst að þeirri niðurstöðu árið 2009 að hótelið hafði ekki tilskilin leyfi. fréttablaðið/vilhelm
Sjúkratryggingar Íslands munu endurgreiða kostnað sjúkratryggðra einstaklinga sem dvöldu á sjúkrahótelinu Lind á tímabilinu 15. september 2005 til og með 30. september 2009. Endurgreiðslur gætu numið 33 milljónum króna í heild þar sem um 5.000 reikningar voru greiddir á tímabilinu.

Í september 2009 komst umboðsmaður Alþingis að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið lagaheimild til staðar til töku gjalds fyrir dvöl á sjúkrahóteli. SÍ er gert að endurgreiða kostnað sjúkratryggðra á sjúkrahótelinu.

- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×