Innlent

Vindhraði innan þolmarka

Dönsk rannsóknarnefnd verður samferða þeirri íslensku til Grænlands í dag.
Dönsk rannsóknarnefnd verður samferða þeirri íslensku til Grænlands í dag.
Rannsókn á óhappinu í Nuuk, þar sem flugvél Flugfélags Íslands brotlenti, hefst í dag ef veður leyfir. Fulltrúar danskrar rannsóknarnefndar komu til landsins í gær en íslensk nefnd tekur þátt í rannsókninni, sem dönsk yfirvöld fara með. Alls voru 34 um borð. Engan sakaði.

„Íslenska nefndin verður samferða Dönunum út, en þeir komu hingað til lands í gær,“ segir Þormóður Þormóðsson, forstöðumaður Rannsóknarnefndar flugslysa. „Samkvæmt því er við best vitum fékk áhöfn vélarinnar þær upplýsingar fyrir lendingu að vindurinn væri innan þeirra þolmarka sem vélin er hönnuð fyrir.“ - jma




Fleiri fréttir

Sjá meira


×