Innlent

Framkvæmdir gætu hafist með haustinu

Tölvugerð mynd af vinningstillögu Spital-hópsins.
Tölvugerð mynd af vinningstillögu Spital-hópsins.
Vinna við deiliskipulag lóðar nýja Landspítalans við Hringbraut í Reykjavík er vel á veg komin. Unnið er á grundvelli tillögu Spital-hópsins sem varð hlutskörpust í samkeppni um hönnun spítalans.

Þegar deiliskipulagið liggur fyrir af hálfu skipulagsráðs verður það kynnt, og auglýst eftir athugasemdum. Ekki er ljóst hvenær ráðið lýkur verkinu og þar með hvenær af endanlegri samþykkt þess getur orðið.

Þegar því ferli er lokið þurfa stjórnvöld, lögum samkvæmt, að leita eftir heimild Alþingis svo næstu skref verði stigin. Að því búnu verður hægt að bjóða út fyrstu áfanga verkefnisins, sem að líkindum verður gatnagerð og annað slíkt.

„Framkvæmdir gætu hafist í haust ef allt gengur eftir,“ segir Gunnar Svavarsson, stjórnarformaður Nýs Landspítala, fyrirtækis í eigu ríkisins sem annast undirbúning og útboð spítalans.

Áætlað er að framkvæmdum verði að fullu lokið í byrjun árs 2016 og að á áttunda hundrað manns vinni að þeim þegar hæst stendur árin 2013 og 2014.- bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×