Innlent

Ekki skatta á almenningssamgöngur

Allir með strætó Samband íslenskra sveitarfélaga vill afnema skatta á almenningssamgöngur. Fréttablaðið/Pjetur
Allir með strætó Samband íslenskra sveitarfélaga vill afnema skatta á almenningssamgöngur. Fréttablaðið/Pjetur
Fyrirhugaður starfshópur ríkisstjórnarinnar um viðbrögð við verðhækkunum á eldsneyti mun meðal annars skoða eflingu almenningssamgangna í samstarfi við sveitarfélög landsins.

Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist, í samtali við Fréttablaðið, vona að ríkið hverfi alfarið frá skattlagningu á almenningssamgöngur.

Að mati Halldórs myndu slíkar aðgerðir hafa jákvæð áhrif og bæta nýtingu á almenningssamgöngum.

„Það er slæmt að sjá hálftóma strætisvagna á götunum og það er okkar skoðun að ef skattlagningu verði hætt, muni það verða til þess að almenningssamgöngur verði samkeppnisfærar við einkabíla.“

Halldór segir að með því væri til mikils að vinna þar sem aukin notkun almenningssamgangna kæmi öllum landsmönnum vel.

Stjórnvöldum hefur verið kynnt afstaða sveitarfélaga og segir Halldór að móttökur hafi verið jákvæðar.

„Svo er bara spurning hvernig verður unnið úr því, en okkar stefna er klár.“ - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×